auðveldara líf
Garðsláttur í áskrift
Reglulegur garðsláttur er grundvöllur allra fallegra garða. Það er ódýrasta og einfaldasta leiðin til þess að viðhalda fallegri grasflöt. Við bjóðum upp á áskrift á garðslætti á 2 og 3 vikna fresti.
Garðsláttur


Reglulegur Garðsláttur
Reglulegur garðsláttur hefur marga kosti, þar á meðal minnkun á mosamyndun, stöðugleika á áferð grassins, hæðin helst í réttri lengd og lýtur vel út allt sumarið.
Vandamálið
Vandamálið er að margir hafa einfaldlega ekki tímann og/eða líkamann í að slá garðinn sinn reglulega, viðhalda tækjabúnaði og fara með úrganginn á endurvinnslustöð.
Í sameiginlegum görðum og húslóðum er einnig algengt að öll vinnan við garðverk fellur á einn einstakling sem gerir alla vinnuna sem skapar ósamlyndi í húsfélögum.
Lausnin
Lausnin er að útvista garðslættinum til fagaðila sem halda utan um skipulag á garðinum, sjá um reglulegan slátt á grasfletinum ásamt því að losa við allan úrgang á ábyrgan máta.
Útkomunar eru glaðir garðar og ennþá glaðari garðeigendur.


Vönduð Vinnubrögð:
Algengar spurningar
Hversu oft á að slá yfir sumarið?
Hvað er innifalið í garðslætti í áskrift?
Verðtilboð eru gefin eftir að grasflöturinn og garðurinn hefur verið metinn með tilliti til stærðar og umfangs verksins.
Innifalið í þeim verðum er allur kostnaður við sláttinn s.s; tímavinna við sláttinn, tækjakostnaður, úrgangslosun, akstur til og frá staðnum ásamt notkuninni á bílnum.
Er hægt að bæta við áburðargjöf ásamt garðslætti?
Við bjóðum upp á lífrænan áburð á grasflötinn 2-3 yfir sumarið meðfram garðslættinum.
Því meiri ást sem grasflöturinn fær því fallegri verður hann. Reglulegur garðsláttur og regluleg áburðargjöf eflir grasflötina og jarðveginn undir henni, ver flötina gegn mosa og styrkir rótarkerfið.
Við notum einungis lífrænan áburð og jarðvegsbætiefni. Betra fyrir grasið og betra fyrir Plánetu Jörð.
Viltu fá garðslátt í áskrift?
Við komum til þín og gefum þér tilboð þér að kostnaðarlausu.