fbpx

skínandi snyrtilegt

Trjáklippingar og Trjáfellingar

Fallega snyrt og mótuð tré er einn stærsti þátturinn sem hefur áhrif á fegurð garða. Nauðsynlegt er að laga til vöxt trjáa og runna helst einu sinni á ári og jafnvel oftar.

Snyrtilegt allt árið

Trjáklippingar

Fallega snyrt og mótuð tré er einn stærsti þátturinn sem hefur áhrif á fegurð garða. Nauðsynlegt er að laga til vöxt trjáa og runna helst einu sinni á ári og jafnvel oftar.  Algengast er að aðalklippingin sé framkvæmd að vetri eða snemma vors en einnig má klippa tré og snyrta á öðrum árstímum. 

Trjáfellingar

Við höfum mikla unun við trjáfellingar. Hjá Glöðum Görðum leiðir Dagur Adam allar trjáfellingar. Hann hafði dreymt um að vera skógarhöggsmaður frá því hann var ungur strákur að njóta sín á hverju sumri við Vatnaskóg. Í dag hefur Dagur lokið námskeiðum í trjáfellingum og sinnir nú skógarhöggsstörfum við Vatnaskóg. Barnsdraumur hans hefur orðið að veruleika og honum hlakkar mikið til að koma við í garðinn þinn!


Við trjáfellingar þá metum við aðstæður í hvert sinn áður en gefið er tilboð í verkið.